Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 119. Uppfært til 1. október 1995.
1)Rg. 227/1995 (um Umsýslustofnun varnarmála).
Þar sem Íslendingar geta ekki sjálfir varið land sitt, en reynslan hefur sýnt, að varnarleysi lands stofnar öryggi þess sjálfs og friðsamra nágranna þess í voða, og þar sem tvísýnt er um alþjóðamál, hefur Norður-Atlantshafsbandalagið farið þess á leit við Ísland og Bandaríkin, að þau geri ráðstafanir til, að látin verði í té aðstaða á Íslandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til, með sameiginlega viðleitni aðila Norður-Atlantshafssamningsins til að varðveita frið og öryggi á því svæði fyrir augum. Samningur sá, sem hér fer á eftir, hefur verið gerður samkvæmt þessum tilmælum.
Nú ber brot undir lögsögu íslenskra stjórnvalda, og munu þá hervöldin með sama hætti annast öflun sönnunargagna hjá mönnum í liði Bandaríkjanna og skylduliði þeirra.