Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 119. Uppfært til 1. október 1995.
Lög um reikningaskrifstofu sjávarútvegsins
1943 nr. 90 16. desember
1. gr. Stofna skal og starfrækja reikningaskrifstofu sjávarútvegsins undir yfirstjórn Fiskifélags Íslands. Skal það fela ákveðnum manni stjórn hennar og leggja honum til aðstoð og starfsfé.
2. gr. Ríkissjóður skal endurgreiða Fiskifélagi Íslands kostnað við reikningaskrifstofuna, þar á meðal til útgáfu skýrslu um útgerðarkostnað og til eyðublaða til innfærslu reikninga um útgerðir, sem skrifstofan lætur gera, þó eigi yfir kr. 10.000,00 á ári.
3. gr. Hlutverk reikningaskrifstofu sjávarútvegsins er:
- 1.
- Að safna saman reikningum um útgerð víðs vegar á landinu, bæði frá þeim, sem bókhaldsskyldir eru, og öðrum, sem halda slíka reikninga, með það fyrir augum að fá sem réttasta mynd af rekstri útgerðarfyrirtækja yfirleitt og jafnframt af rekstri hinna ýmsu greina útgerðarinnar.
- 2.
- Að stuðla að því, að þeir, sem útgerð reka, en ekki eru bókhaldsskyldir, haldi sem gleggsta reikninga um útgerðina og aðstoða þá við uppgjör þeirra.
- 3.
- Að vinna hagfræðilegar upplýsingar úr þeim reikningum, sem skrifstofunni berast, um allar greinar útgerðarinnar, eftir því sem unnt er. Birtir skrifstofan skýrslur um niðurstöður sínar árlega.
- 4.
- Að útbúa og gefa út hentug eyðublöð fyrir útgerðarreikninga með skýringum um færslu þeirra.
- 5.
- Að vera ríkisstjórninni til aðstoðar með hagfræðilega útreikninga og skýringar varðandi sjávarútveginn, ef hún óskar þess.
4. gr. Forstöðumanni reikningaskrifstofu sjávarútvegsins og öðrum starfsmönnum hennar er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um embættis- og sýslunarmenn, að skýra óviðkomandi mönnum frá því, er þeir komast að í starfi sínu um efnahag eða tekjur einstakra manna eða fyrirtækja.