Að veita hjálp við björgun manna úr sjávarháska eða á landi, svo og að annast aðkallandi sjúkraflutninga, ýmist á eigin spýtur eða í samvinnu við Slysavarnafélag Íslands eða aðra aðila, sem að björgunarstörfum vinna.1)
Að veita afskekktum stöðum eða byggðarlögum nauðsynlega hjálp eða aðstoð, þegar eðlilegar samgöngur bregðast af ófyrirsjáanlegum orsökum, svo sem vegna hafíss, snjóalaga, ofviðra eða annarra náttúruhamfara.
Að sjá um sjómælingar og taka þátt í hafrannsóknum, fiskirannsóknum, botnrannsóknum, svo og öðrum vísindastörfum, eftir því sem ákveðið kann að verða hverju sinni.
Að aðstoða við framkvæmd almannavarna, almennrar löggæslu, lækna-, toll- og vitaþjónustu, eftir því sem aðstæður leyfa eða ákveðið kann að verða sérstaklega.
Að tilkynna tafarlaust Skipaskoðun ríkisins, ef vart verður við, að brotin eru lög um eftirlit með skipum eða brotnar reglugerðir, sem settar eru samkvæmt þeim, eða telji hún ástæðu til að ætla, að skip sé ekki haffært.