[Skráningarskylt eftir lögum þessum er sérhvert skip sem er 6 metrar á lengd eða stærra, mælt milli stafna. Rétt er að skrá skip hér á landi þegar íslenskir ríkisborgarar, sem eiga lögheimili hér á landi eða íslenskir lögaðilar, sem eiga heimili hér á landi, eiga það. [Þennan rétt hafa einnig ríkisborgarar annarra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins frá og með gildistöku samnings um hið Evrópska efnahagssvæði samkvæmt nánari ákvæðum sem ráðherra setur með reglugerð.]1) Til fiskveiða hér á landi má aðeins skrá skip og báta sem eru í eigu íslenskra ríkisborgara sem eiga lögheimili hérlendis og lögaðila sem eiga heimili hér á landi og eru að öllu leyti eign íslenskra ríkisborgara sem eiga lögheimili hér á landi.]2)
1)L. 62/1993, 10. gr.2)L. 23/1991, 24. gr. Augl. 574/1993
.